Fréttir

Æfingarbúðir haust 2017
Blak | 23. ágúst 2017

Æfingarbúðir haust 2017

Um helgina fóru fram stærstu blak æfingabúðir sem haldnar hafa verið fyrir börn og unglinga hér á landi. Alls tóku þátt 129 krakkar á aldrinum 13-19 ára alls staðar af landinu. Æft var frá föstudegi til sunnudags að Varmá í Mosfellsbæ. Alls koma 12 þjálfarar að búðunum með þessum flottu krökkum. Við í Keflavík áttum 1 þjálfara og 3 börn í þessum búðum og þau skemmtu sér öll vel og fengu góða leiðsögn í að bæta tæknina sína og rifja upp eftir sumarfríið. Þessar æfingabúðir hafa nú verið á hverju hausti í 4 ár og hafa farið stækkandi með hverju ári.

?