Fréttir

Blakæfingar að hefjast í fullorðinsflokkum
Blak | 16. september 2014

Blakæfingar að hefjast í fullorðinsflokkum

Í vetur eins og síðasta vetur bjóðum við uppá blakæfingar fyrir fullorðna.

Við hvetjum alla unga sem aldna, reynda sem nýja, sem hafa náð 16 ára aldri að kíkja til okkar á æfingu og sjá hvort þetta sé eitthvað sem þið hafið gaman að.

Síðan er um að gera að forskrá sig í fullorðinsflokk inn á www.keflavik.is til að halda áfram með okkur í vetur.

Frítt verður að æfa til 1. nóvember en síðan greiðist árgjald sem er einungis 10.000 krónur.

Sjá nánar æfingatíma o.fl. hér í auglýsingunni að ofan.