Fréttir

Blakmaður og Blakkona árið 2017
Blak | 1. febrúar 2018

Blakmaður og Blakkona árið 2017

Núna um áramótin voru valin Blakkona og Blakmaður Keflavíkur og einnig Reykjanesbæjar. 

Að þessu sinnni voru það ungu krakkarnir sem að komu mjög sterk inn og ekki var hægt að horfa framhjá svona miklu blakefnum. Davíð Freyr Sveinsson sem er 18 ára er að byrja sitt 3 ár í blaki og hefur tekið mjög mikilli framför á æfingum jafnt sem í leik. Martyna Kryszewska er aðeins 16 ára gömul og byrjaði að æfa blak fyrir 2 árum og er því eins og Davíð að byrja sitt 3 ár í blaki. Það má því segja að hér séu tveit ungir og efnilegir blakarar á ferð sem hafa mikinn áhuga á íþróttinni og hafa einnig mjög gaman af blakíþróttinni. Þau er til í að fá fleiri stelpur og stráka á þeirra aldri til þess að æfa svo þau geti sett saman unglingalið til að taka þátt í yngriflokka mótum. En það vantar bæði stráka og stelpur til að fylla 6 manna liðin þeirra. Við látum hér fylgja það sem var sent inn með tilnefningunni þeirra sem blakfólk ársins 2017.

Martyna er aðeins 16 ára og kemur frá Póllandi, hér er mikið efni á ferðinni. Hún var strax sett í byrjunarliðið hjá konunum þar sem hún spilaði á fyrsta Íslandsmótinu sínu í byrjun nóvember og vakti strax mikla ahygli fyrir  mjög föst smöss. Nokkur lið komu strax til okkar til að spyrjast fyrir um hana og það má alveg búast við því að hún verði farin að spila í úrvaldsdeild næsta haust. Martyna er einn af lykilmönnum kvennaliðsins og hún mun eiga bjarta framtíð fyrir sér í blakinu.

Davíð Freyr byrjaði að stunda blak haustið 2015 og keppti á síðasta ári með karlaliði Blakdeildar Keflavíkur á Íslandsmótinu 2016-2017  þar sem hann vakti mikla annarra liða. Davíð var svo valinn núna í haust í 15 manna landsliðsúrtak fyrir U19 sem var að keppa á Nevsa móti í Kettering í Englandi núna í október. Hann komst ekki í 12 manna liðið en var valinn 1 varamaður í liðið. Hann er lykilmaður í karlaliði Keflavíkur sem tekur þátt í bikar- og íslandsmóti Blaksambandsins á þessu blakári. Þess má geta að lið af höfuðborgarsvæðinu hafa spurt hann hvort hann vilji ekki færa sig yfir til þeirra. En sem stendur hefur hann ákveðið að vera í Keflavík en hér er á ferðinni mikill blakari sem við eigum vonandi eftir að sjá í efstu deild í framtíðinni og vonandi í yngriflokka landsliðunum. 

Til hamingju Davíð Freyr Sveinsson og Martyna Kryszewska með að vera valin blakfólk Reykjanesbæjar 2017. Læt fylgja með mynd af þeim og upphafsmanni blaksins í Keflavík en Helgi Hólm hóf blak kennslu í Keflavík fyrir um 50 árum síðan.