Fréttir

Blakmaður og blakkona Keflavíkur og Reykjanesbæjar 2015
Blak | 6. janúar 2016

Blakmaður og blakkona Keflavíkur og Reykjanesbæjar 2015

Hjörtur Harðarson er blakkarl ársins 2015. Hjörtur stóðu upp úr í blaklið
Keflavíkur á árinu 2015. Þessi fyrrum landsliðsmaður og margfaldur
Íslandsmeistari í körfuknattleik er mjög fjölhæfur leikmaður sem í raun
getur spilað hvaða stöðu sem er á vellinum. Hann nýtur sín þó best sem kant-
eða miðju smassari þar sem mikill sprengi- og stökkkraftur hans nýtur sín
til fulls. Ósjaldan heyrast drunur í nálægum húsum þegar eitt af mörgum
smössum hans geirneglast í gólf íþróttahúsa. Hjörtur býr einnig yfir sérlega
góðu fingurslagi og er mjúkur og öruggur í móttökum. Uppgjafir hans eru
afbragð og heyrir til tíðinda að hann skili þeim ekki á réttan stað. Hjörtur
er einstaklega útsjónarsamur og les leikinn vel.

Sæunn Svana Ríkharðsdóttir er blakkona ársins 2015. Sæunn spilar sem  miðju
smassari í kvennaliði Keflavíkur. Hún er frábær alhliða leikmaður. Þar sem
hún er bæði frábær varnarmaður í hávörn sem lágvörn og einnig er hún öflugur
smassari. Hún er drífandi og rekur liðið sitt  áfram. Hún er einnig
fyrirliði kvennaliðsins sem tók þátt í sínum fyrsta bikarleik í haust. Hún
átti þar frábæran leik og var stigahæsti leikmaður Keflavíkur liðsins.

Hér á myndunum má sjá þessi tvö taka við viðurkenningum.