Fréttir

Blakmót í Sandgerði á Heilsudögum
Blak | 19. mars 2014

Blakmót í Sandgerði á Heilsudögum

Fimmtudaginn 6. mars skipulagði Blakdeild Keflavíkur í samráði við tómstunda og frístundaráð Sandgerðisbæjar hraðmót í blaki. Markmiðið var að kynna íþróttina og eiga góða stund saman. Það má svo sannarlega segja  að vel hafi tekist til, fimm lið skráðu sig til leiks, sem var framar öllum vonum. Skipulagið var þannig að allir kepptu við alla eina lotu upp í 15 stig. Keppendur voru af öllu tagi og sumir höfðu greinilega komið meira við blakbolta en aðrir, en framfarirnar voru miklar á þessari stuttu kvöldstund. Einhverjir tóku þá ákvörðun að fara kíkja á blakæfingar og höfðu það að orði að þeir hefðu verið búnir að gleyma hvað þetta væri gaman. Að lokum voru veitt vegleg verðlaun. Áður en allir héldu heim skoruðu umsjónarmenn mótsins sem komu frá Blakdeild Keflavíkur á sigurliðið að taka einn stuttan leik í lokin. Sigurliðið Miss Sandy sem samanstóð bæði af körlum og konum var meira en tilbúið í það og þegar upp var staðið urðu leikirnir tveir. Ýmis misgóð tilþrif voru sýnd, en auðvitað unnum við J.