Fréttir

Davíð Freyr Sveinsson valinn í úrtakshóp U19
Blak | 14. september 2017

Davíð Freyr Sveinsson valinn í úrtakshóp U19

Stór áfangi hjá Blakdeild Keflavíkur sem var að eignast fyrsta leikmann til að komast í úrtak fyrir yngriflokka landslið. Innilega til hamingju Davíð Freyr Sveinsson með að hafa verið valinn í úrtakshóp U19.

Davíð Freyr Sveinsson U19

Landsliðsþjálfari U19 ára landsliðs drengja hefur valið 15 manna æfingahóp fyrir verkefni haustsins í Kettering á Englandi. Eduardo Herrero Berenguer er þjálfari liðsins.

U19 ára landslið drengja fer til Kettering í Englandi dagana 26.-30. október 2017 til að taka þátt í NEVZA móti. Liðið hefur undirbúning sinn um næstu helgi þegar liðið tekur þátt í haustmóti BLÍ.

Landsliðsþjálfarinn hefur valið 15 leikmenn í æfingahóp.

Æfingahópur U19 drengja

Atli Fannar Pétursson, Þrótti Nes
Davíð Sveinsson, Keflavík
Eduard Constantin Bors, BF
Galdur Máni Davíðsson, Þróttur Nes
Hilmir Berg Halldórsson, Afturelding
Kjartan Davíðsson, Afturelding
Kjartan Óli Kristinsson, Vestri
Kristinn Freyr Ómarsson, BF
Magni Mar Magnason, HK
Máni Matthíasson, HK
Nökkvi Freyr Halldórsson, HK
Ólafur Örn Thoroddsen, Afturelding
Ríkharður Snæbjörnsson, Afturelding
Þórarinn Örn Jónsson, Þróttur Nes
Birkir Freyr Elvarsson, Þróttur Nes