Fréttir

Ekki missa af Bikarleik í Blaki hér í Keflavík miðvikudaginn 25.nóvember
Blak | 24. nóvember 2015

Ekki missa af Bikarleik í Blaki hér í Keflavík miðvikudaginn 25.nóvember

Nú er önnur umferð í Bikarkeppni Blaksambandsins. 

Kvennaflokkur Keflavíkur keppir nú í fyrsta sinn á Bikarmóti BLÍ.

Miðvikudaginn 25. nóvember kl: 20:00 í íþróttahúsi Heiðarskóla fer fram leikur þar sem Keflavík tekur á móti Wunderliði HK.

Við hvetjum sem flesta að koma og horfa á og hvetja stelpurnar áfram.

Frítt er inn á leikinn.

Áfram Keflavík