Fitubrennslumót Blakdeildar Keflavíkur 3. jan 2016
Fitubrennslu/skemmtimót var haldið í fyrsta sinn hjá deildinni nú í ár. Mótið var haldið í A-Sal í íþróttahúsinu á Sunnubraut og stóð það yfir í frá kl 12-15 sunnudaginn 3. Janúar síðastliðinn.
Það voru 19 þátttakendur og þeim var skipt í 4 lið. Það var spilað á 2völlum svo allir voru að spila allan tímann. Dregið var í lið fyrir hverjar umferð, umferðin var 3 leikir og hver leikur 2 hrinur uppí 15 stig og við náðum að spila 3 umferðir eða 9 leiki og 18 hrinur. Allir skemmtu sér vel og fólkið var ánægt með að geta fengið smá útrás eftir hátíðina. Það var enginn sigurvegari krýndur þar sem allir voru þarna til að skemmta sér og að hafa gaman.
Þátttakendur voru sammála um að svona mót þyrftu að vera oftar svo nú er áskorun á blakdeildina að halda áfram með þetta mót og finna því hentugan tíma.
Þess má til gamans geta að húsverðirnir í íþróttahúsinu sögðu okkur frá því að á þeim tíma sem þau væru búin að vinna í húsinu, sem eru all mörg ár, þá hefði ekki verið spilað annað en skólablak og þeim fannst gaman að sjá hvernig blakleikir færu fram og við fengum fullt af spurningum frá þeim.