Fréttir

Fyrirtækjamót - 19. febrúar 2016
Blak | 9. febrúar 2016

Fyrirtækjamót - 19. febrúar 2016

Blakdeild Keflavíkur stendur fyrir fyrirtækja-, fjölskyldu-, og/eða vinaliðakeppni í blaki.
 
Þann 19. febrúar mun fara fram blakmót í íþróttahúsinu við Sunnubraut. Keppnin fer fram í stóra salnum og hefst um leið og búið er að setja upp netin. 
 
Mæting er kl. 20:00 en gert er ráð fyrir að fyrsti leikur hefjist um 20 mín síðar. 
 
6 manns eru á vellinum í einu (í hvoru liði) og liðin mega samanstanda af vinum, fjölskyldum, vinnufélögum eða bara þeim sem vilja koma að leika sér á blakmóti.
 
Nú er um að gera að safna í lið og taka þátt. Þetta er t.d. tilvalið fyrir hópa sem eru að taka þátt í Lífshlaupinu.
Þátttökugjald er 6.000 kr á lið
 
Skráning fer fram hér: https://docs.google.com/forms/d/1eunudAL6mu1HoCqjfaUlMQx7NUqi9UXR_2y32pLN0Uo/viewform

Þátttakendur í fyrra voru m.a. Njarðvíkurskóli, Myllubakkaskóli, Leikskólinn Vesturberg, Leikskólinn Heiðarsel, Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, Fjölbrautaskóli Suðurnesja.