Fyrirtækjamót 20.mars 2015 - Verslanir á Reykjanesinu - skráning hafin
Þá er skráning á næsta fyrirtækjamót hafin. Þetta mót er tileinkað starfsmönnum í verslunum á Reykjanessvæðinu. Mótið verður haldið föstudaginn 20. mars - sjá nánar í skjalinu í þessum hlekk hér fyrir neðan.
Þessi mót hafa heppnast ótrúlega vel og þeir sem vilja hafa gaman með sínum starfsmannahópi ætti ekki að láta þetta mót fram hjá sér fara. Ekki er ætlast til að þátttakendur séu sérfræðingar í blaki - mótið er meira til að efla samskipti milli starfsmanna og verslana og að allir skemmti sér vel.
Ef liðin vilja kíkja á eins og eina æfingu fyrir mót þá er auðvitað alltaf velkomið að boða komu sína á æfingatíma hjá okkur.
Hér eru nánari upplýsingar:
https://docs.google.com/document/d/1M_ygXz_ST-UO16AigUj8By6vO31L_hfbYH2qSoRJIOg/edit?usp=sharing
Og hér er hægt að skrá sig og sitt lið:
https://docs.google.com/forms/d/1Rt5WrFJ_0PVX57rcmzzioYLg2oIQGPBQFdA-MMb7IJA/viewform