Fyrirtækjamót apríl - allskonar lið
Þriðja fyrirtækjamótið í blaki á þessum vetri var haldið föstudagskvöldið 24. apríl. Að þessu sinni tóku fimm lið þátt og voru liðin nefnd eftir fulltrúum þeirra: Jónína og co, Berglind og co, Skúli og co, Gilsi og co, Rosa og co.
Þetta þriðja fyrirtækjamót okkar lukkaðist vel og má greinilega sjá að með hverju mótinu sem við höldum að metnaður liðanna fer vaxandi og jafnvel hafa nokkur lið mætt með stuðningsmannalið á bekkinn hjá sér.
Lið Jónínu sigraði að þessu sinni og Skúli og co voru í því öðru.
Við óskum sigurliðinu til hamingju með sigurinn mótinu og þökkum öllum sem komu og tóku þátt í þessu með einum eða öðrum hætti. Þetta verður auðvitað sett af stað aftur strax næsta haust. Fylgist með hér á síðunni eða á Facebook síðunni: Fyrirtækjamót Blakdeildar Keflavíkur.
Við þökkum einnig þeim sem styrktu okkur með vinninga; Langbest og Svandís Þorsteinsdóttir, Herbalife dreifingaraðili.