Fréttir

Fyrirtækjamót Blakdeildarinnar febrúar 2015 - Úrslit leikskólar
Blak | 22. febrúar 2015

Fyrirtækjamót Blakdeildarinnar febrúar 2015 - Úrslit leikskólar

Það var glatt á hjalla hjá okkur á föstudagskvöldið. 5 leikskólar á svæðinu komu til okkar og kepptu sín á milli í blaki. Það var mikill metnaður í gangi, eitt liðið mætti meira segja til að æfa hjá okkur nokkrum dögum áður og mörg liðin mættu með stuðningslið sem voru ýmist með fána, veifur eða trommur til að vera sýnileg.

Leikskólarnir Holt, Heiðarsel, Garðasel, Háaleiti og Vesturberg kepptu að þessu sinni. Vonandi ná svo allir leikskólarnir að taka þátt að ári. 

Sigurliðið var Garðasel, annað sæti hreppti Holt og það þriðja Vesturberg.

Styrktaraðili mótsins var Svandís Þorsteinsdóttir, dreifingaraðili sem gaf hollustu frá Herbalife og Kaffi stefnumót sem gaf sigurliðinu gjafabréf á Kokteila.