Fyrsta fyrirtækjamótið nóvember 2014
Fyrirtækjamótið í blaki var haldið föstudagskvöldið 21. nóvember. Að þessu sinni tóku fjögur lið þátt og voru liðin öll úr skólum bæjarins; Myllubakkaskóla, Akurskóla, Njarðvíkurskóla og Fjölbrautaskólanum.
Þetta fyrsta fyrirtækjamót okkar lukkaðist að okkar mati bara nokkuð vel og voru keppendur einnig mjög ánægðir með þetta framtak. Keppnin tók um 1 1/2 tíma sem var mátulega lant. Hver leikur svar spilaður á tíma, þ.e. 10 mínútur og það lið sem skoraði hærra í leiknum að tíma loknum vann leikinn.
Í lok keppninnar voru tvö lið jöfn; Myllubakkaskóli og Njarðvíkurskóli og kepptu þau til úrslita. Það var svo Myllubakkaskóli sem sigraði mótið.
Við óskum Myllubakkaskóla til hamingju með sigurinn á mótinu og þökkum öllum sem komu og tóku þátt í þessu með einum eða öðrum hætti. Þetta verður auðvitað gert aftur fljótlega eftir áramót. Við þökkum einnig þeim sem styrktu okkur með vinninga; Olsen Olsen og Svandís Þorsteinsdóttir, Herbalife dreifingaraðili.