Fréttir

Fyrsti opinberi leikur blakliðs Keflavíkur á vegum BLÍ
Blak | 29. október 2015

Fyrsti opinberi leikur blakliðs Keflavíkur á vegum BLÍ

Miðvikudaginn 29. október síðastliðinn var brotið blað í íþróttasögu Keflavíkur, íþrótta- og ungmennafélags, en þá lék blaklið félagsins sinn fyrsta opinbera leik í keppni á vegum Blaksambands Íslands. 

Liðið sem lék leikinn var Karlalið Blakdeildar Keflavíkur 2015-2016, en liðið skellti sér til Hveragerðis og lék gegn heimamönnum HSK í bikarkeppni BLÍ.

Leikurinn endaði með sigri heimamanna, 3-0 (Hrinurnar fóru þannig 25/17 - 26/24 - 25/22). Mega drengirnir ganga stoltir frá þessari viðureign við vel mannað lið HSK.