Fréttir

Íþróttahúsið við Sunnubraut í kvöld: Fyrirtækjamót í blaki
Blak | 19. febrúar 2016

Íþróttahúsið við Sunnubraut í kvöld: Fyrirtækjamót í blaki

Í kvöld verður haldið fyrirtækjamót blakdeildar Keflavíkur. Þetta er annað árið sem þetta mót er haldið og hafa nú 10 lið skráð sig til leiks. Keppendur eru bæði vanir blakarar og byrjendur.

Mótið hefst kl. 20:00 og eru allir hvattir til að koma að horfa á.