Fréttir

Kaleikur Öldungamót 1.-3. maí 2014
Blak | 16. júní 2014

Kaleikur Öldungamót 1.-3. maí 2014

Meistaraflokkar Blakdeilar keflavíkur héldu á Öldungamótið Kaleik sem haldið var dagana 1.-3. maí 2014. Deildin flaggaði einu kvennaliði (Keflavík – Keli) sem keppti í 13. deild og einu karlaliði (Steinunn gamla) sem keppti í 4. deild.  Þetta 39. Öldungamót var haldið á Akureyri þetta árið og tóku hvorki meira né minna um 150 lið þátt sem er metþáttaka.  Þetta árið rétt náðist að manna í lið vegna forfalla og var öllum ráðum beitt til að það næðist að vera með 6 menn í liði. Fengu bæði liðin m.a. lánaða misreynda leikmenn í einhverja leiki.  Ekki náðu liðin stórum sigrum þetta árið en þó náði Steinunn gamla að halda sér uppi í deild en Keflavík – Keli féll því miður um deild.