Fréttir

Kjörísbikarinn 2017-2018
Blak | 6. mars 2018

Kjörísbikarinn 2017-2018

Nú í haust tóku blaklið karla og kvenna Keflavíkur þátt í Kjörísbikar Blaksambands Íslands.

Karlanir drógust á móti Hrunamönnum í fyrstu umferð. Þar sem Hrunamenn eru ekki þátttakendur á Íslandsmóti fengu þeir heimaleikja réttinn og Keflavíkur strákar gerðu sér því ferð á Flúðir til að etja kappi við Hrunamenn. Hrunamenn reyndust vera heldur sterkir fyrir strákana okkar og endaði leikurinn með sigri Hrunamanna 3-0. Þess má geta að Hrunamenn eru komnir í 4. liða úrslit Kjörísbikarsins en nú um helgina munu fara fram undanúrslit og úrslit í Kjörísbikarnum og verða allir leikirnir spilaðir í íþróttahúsinu við Digranes í Kópavogi 10-11. mars. Undanúrslitin verða sýnd á Sport TV sjónvarpsstöðinni á laugardeginum og svo verða úrslitin á Rúv á sunnudeginum.

Vantar einn leikmann á myndina, Sveinn.

Kvennalið Keflavíkur dróst á móti Laugdælum í fyrstu umferð og fengu þær Laugdælinga í heimsókn til sín. Keflavíkur stelpurnar gerðu sér lítið fyrir og slógu Laugdæli út 3-0. Í annarri umferð drógust þær á móti Hamar konum, en þær voru aðeins of sterkar fyrir okkar stelpur sem töpuðu 3-0 og því er þeirra keppni lokið.

Vantar einn leikmann frá Keflavík inn á myndina, Freyja Másdóttir

Bæði liðin fengu mikla reynslu úr þessari keppni þar sem þessi keppni er allt öðruvísi en Íslandsmótið. Í bikarkeppninni eru tveir dómarar sem hafa þá betri yfirsýn yfir leiknum og því eru reglurnar aðeins fleiri en í neðri deildum Íslandsmóts þar sem aðeins er einn dómari og erfitt getur reynst að fylgjast með öllu sem í gangi er beggja vegna netsins. Ég vil hrósa dómurunum fyrir þeirra störf þar sem ég veit sjálf hve erfitt er að fylgjast með öllu og reyna að sjá hvort allt sé gert eftir settum reglum.

Við í Blakdeild Keflavíkur hvetjum fólk til að mæta í Digranesið um helgina að horfa á skemmtilega blakleiki. Ef fólk hefur ekki tök á að skutlast í Kópavog þá er um að gera að fylgjast með þessari skemmtilegu íþrótt í sjónvarpinu.