Fréttir

Krakkablak að hefjast í Keflavík. Frítt að æfa til 1. nóvember 2014
Blak | 16. september 2014

Krakkablak að hefjast í Keflavík. Frítt að æfa til 1. nóvember 2014

Núna er vetrarstarfið að hefjast hjá Blakdeild Keflavíkur. 

Við bjóðum núna í fyrsta sinn upp á KRAKKABLAK.

Æfingar verða fyrst um sinn á miðvikudögum í íþróttahúsi Heiðarskóla. Sjá nánari í auglýsingunni hér fyrir ofan.

Ef aðsókn og áhugi verður mikill munum við skoða að bæta við æfingatímum.

Það verður frítt að æfa til 1. nóvember og því hvetjum við alla sem vilja prufa að mæta á æfingu næstu tvo miðvikudaga en þá eru prufuæfingar. Síðan er hægt að forskrá sig á www.keflavik.is.

Æfingagjöld eru svo aðeins 10.000 kr fyrir árið sem er sama upphæð og tómstundastyrkur Reykjanesbæjar.