Fréttir

Meistarar meistaranna í blaki var haldið í fyrsta sinn í sögunni í Reykjanesbæ
Blak | 24. september 2017

Meistarar meistaranna í blaki var haldið í fyrsta sinn í sögunni í Reykjanesbæ

 

Sögulegur áfangi var í gær þegar keppnin um meistarabikarinn var haldin í fyrsta sinn í sögu Blaksambands Íslands. 

 

Blakdeild Keflavíkur tók að sér að halda þennan merkilega viðburð og erum við stolt af því að hafa fengið tækifæri til að bjóða fólki í Reykjanesbæ að koma að sjá flotta blakleiki.

 

 


Í þessari keppni spiluðu Bikarmeistarar Aftureldingar karla og kvenna á móti Íslandsmeisturum HK karla og kvenna.

 

Keppnin var mjög jöfn í karlaleiknum sem endaði með því að HK vann 3-0 (25-23, 26-24, 25-18). 

 

HK Karla Meistari Meistaranna 2017

 

Hjá konunum hafði Afturelding yfirburði og unnu 3-0 (25-12, 25-21, 25-19).

 

Afturending Kvenna Meistari Meistaranna 2017

 

 

Á milli leikja var undirritaður samningur við Altis. Um er að ræða endurnýjun á samningi síðustu þriggja keppnistímabila en þessi samningur verður til fjögurra ára og mun úrvalsdeildin í blaki því heita áfram Mizunodeildin.

 

 

Endurnýjun samninga um nafn á úrvalsdeild karla og kvenna

 

 

Við í Blakdeild Keflavíkur erum mjög þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að halda þessa keppni og við hlökkum til að fá fleiri tækifæri í framtíðinni fyrir blakleiki og til að kynna þessa frábæru íþrótt fyrir Suðurnesjafólki.

 

Hægt er að sjá myndir af tilþrifum mótsins hér í myndasafni og á facebook síðu Blakdeildar Keflavíkur: Karlar og Konur