Öldungamót 2015 - Tjöldungur Neskaupsstað
Öldungamótið Tjöldungur var haldið á Neskaupsstað 30.apríl -3. maí 2015.
Keflavík sendi tvö lið á mótið. Eitt karlalið (Steinunni gömlu) sem keppti í 4. deild og eitt kvennalið (Keflavík-Keli) sem keppti í 12. deild.
Liðin náðu því miður ekki að halda sér uppi í þessum deildum og féllu bæði um eina deild. Við gerum bara betur næst það er bara þannig.
Mótið var mjög ævintýralegt sökum þess að áætlað var að allir leikir færu fram á Neskaupsstað. Áætlað var að hafa eitthvað af keppnisvöllunum í uppblásnum tjöldum sem planta átti á grasvellinum. En þar sem allt í einu kom vetrarveður þá varð ekkert úr því og því var einnig keppt á Fáskrúðsfirði og Seyðisfirði.