Fréttir

Öldungamót í blaki.
Blak | 6. maí 2016

Öldungamót í blaki.

Þessa helgina fer fram Öldungamót í blaki sem ber nafnið Stjörnustríð. Þetta er risa stórt blakmót þar sem fólk sem er 30 ára og eldra kemur saman til að spila blak og skemmta sér og hitta aðra blakfélaga. Þetta árið fara 3 lið frá Blakdeild Keflavíkur,  1 kvennalið og 2 karlalið. Það er spilað í 10 kvennadeildum og 6 karladeildum. Við hvetjum fólk sem vill koma og horfa á blakveislu að kíkja við í Ásgarð, TM-höllina í Garðabæ og einnig er spilað í íþróttahúsinu á Álftanesi. Það eru alls 158 lið sem taka þátt á þessu móti og liðin eru af öllu landinu.