Fréttir

Öldungamótið í blaki 2019 verður haldið í Keflavík
Blak | 8. maí 2018

Öldungamótið í blaki 2019 verður haldið í Keflavík

Við endum þennan vetur með stæl!

Elsti hópur blakdeildar Keflavíkur endaði síðasta mót vetrarins á BlaKa 2018 sem er Öldungamót Blaksambandins. Það var haldið á Akureyri í þetta sinn og þar tóku 182 lið þátt. Stelpurnar gerðu sér lítið fyrir og unnu sína deild sem var 7.b og munu því færa sig upp í 6. deild á næsta ári. Strákarnir okkar spiluðu aftur með Snartar strákunum og þetta árið í tveimur liðum, en því miður náði hvorugt lið sér á strik.

Kvennalið Blakdeild Keflavíkur sigraði sína deild, 7.b

Blakdeild Keflavíkur sótti aftur um að fá að halda Öldungamótið 2019 hér í Reykjanesbæ. Þegar búið var að telja atkvæðin kom ljós að Keflavík hafði sigur úr býtum og því verður næsta Öldungamót í blaki haldið hér í Reykjanesbæ dagana 25.-27. apríl 2019. Því má búast við miklum fjölda fólks til Reykjanesbæjar á vordögum 2019. Nú þurfa allir bæjarbúar að vera á tánum þar sem við þurfum gistingu fyrir allt þetta fólk og einnig þarf að borða og skemmta sér, því þetta er uppskeruhátíð blakaranna. Þátttakendur mótsins eru allir þeir sem eru 30 ára og eldri og hafa gaman af því að spila blak. Það má líkja þessu við Nettómótið sem haldið er hjá körfuboltanum í mars á hverju ári, nema á þessu móti er fullorðið fólk og aðeins lengri spilatími á hvern leik. Hverjum leik eru áætlaðar 50 mínútur og það þarf að vinna 2 hrinur. Leikirnir geta því orðið þrjár hrinur sem er í raun mjög algengt að gerist í kvennadeildunum þar sem liðin eru oftar en ekki mjög jöfn.

Klukkan sem Blakdeild Keflavíkur og Blakdeild Þróttar Reykjavíkur varveitir í 1. ár

Barnastarfið okkar heldur áfram að vaxa og í vetur voru 9 börn 8-18 ára að æfa hjá okkur. En okkur vantar fleiri börn, bæði stráka og stelpur til að geta farið með lið í yngriflokkana. Við vonum að við sjáum fleiri börn í haust - bæði stráka og stelpur.

Börnin sem hafa æft síðastliðin vetur, vantar einn á myndina.

Að lokum vil ég þakka öllum fyrir frábæran og sigursælan vetur en við munum æfa út maí í Heiðarskóla. Ég vona að blakdeildin sjái fullt af nýju fólki í haust. Við köllum eftir fólki á öllum aldri. Við stefnum á að byrja haustið strax og skólarnir byrja svo endilega verið vakandi fyrir því að skoða tímana sem við komum til með að bjóða uppá í haust.