Fréttir

Skipulagðar blakæfingar byrjaðar á fullu í Reykjanesbæ
Blak | 26. september 2013

Skipulagðar blakæfingar byrjaðar á fullu í Reykjanesbæ

Nýstofnuð blakdeild hefur hafið skipulagðar æfingar í sal Heiðarskóla og eru æfingar þannig:

  • Þriðjudagar kl: 17:00-18:30       Herrar
  • Miðvikudagar kl: 20:00-21:30   Dömur
  • Föstudagar kl: 19:20-20:50        Dömur og herrar
  • Sunnudagar kl: 11:00-12:30      Dömur og herrar

Allar æfingar fara fram í íþróttasal Heiðarskóla. Æfingar eru fyrir unglinga (14 ára og eldri) jafnt sem fullorðna. Byrjendur jafnt sem vana blakmenn.

Öllum er velkomið að koma og prufa eina æfingu eða fleiri og ef þið hafið áhuga á að æfa blakíþróttina þá er best að skrá sig svo inn í Nórakerfið Keflavíkur sem er hér á blaksíðu Keflavíkur. Sjá nánari leiðbeiningar hér í þessu skjali:

http://www.keflavik.is/Files/1776_Leidbeiningar_Nori_skranigarkerfi_a.pdf