Fréttir

Sólsetursmót í blaki
Blak | 13. júní 2016

Sólsetursmót í blaki

Sólsetursmótið í blaki er orðinn fastur liður hjá mörgum sem mæta á Sólseturshátíðina í Garði. Í ár verður mótið með örlítið breyttu sniði þar sem spilað verður tvo daga.
 
Á fimmtudeginum verður mót fyrir vana blakara þar er eftir innireglum í blaki en þrír leikmenn munu spila inni á einu. Á föstudeginum verður skemmtiblakmót fyrir byrjendur og þá sem vilja heldur skemmtun en alvöru keppni en þar munu fjórir leikmenn spila inni á í einu. Leikjaskipulag ræðst af fjölda liða sem skrá sig til leiks. Mótið hefst kl. 18:30 bæði kvöldin og gert er ráð fyrir því að því ljúki um kl. 22.00. 
 
Gjaldið fyrir hvern liðsmann á fimmtudegi er 2.000 kr. en 1000 kr. á föstudegi. Skráning fyrir mótið fram á solsetursblakigardi@gmail.com og lýkur á miðnætti miðvikudaginn 22. júní.
 
Mikilvægt er að fram komi nafn liðsins, nöfn allra liðsmanna ásamt því hvort spilað verði á fimmtudegi eða föstudegi. Jafnframt þarf að fylgja nafn ábyrgðarmanns liðsins og símanúmer. Skráning er ekki gild fyrr en þátttökugald hefur verið greitt. Greiðsla þarf að berast fyrir hádegi á keppnisdegi.
 
Greiðsluupplýsingar: 
Banki: 0142-26-00600
Kt: 540513-0200
 
Þegar greitt er þarf að setja nafn liðsins í skýringu og senda kvittun á solsetursblakigardi@gmail.com