Fréttir

Stofnun blakdeildarinnar  26.mars 2013
Blak | 26. september 2013

Stofnun blakdeildarinnar 26.mars 2013

Stofnfundur blakdeildar Keflavíkur var haldinn 26. mars.

Nokkrir áhugasamir um blakíþróttina hér í Reykjanesbæ tóku sig saman síðasta og sóttu um að stofna blakdeild innan Keflavíkur.

Stofnfundur var svo haldinn þann 26.mars 2013 og var kosið í stjórn.

  • Formaður deildarinnar er Jasmina Crnac
  • Brynjar Harðarson og Svanhildur Skúladóttir kosin til tveggja ára.
  • Sigurbjörg Ásdís Snjólfsdóttir og Sveinn Björnsson kosin til eins árs.

Varamenn í stjórn eru:

  • Heiðrún Björk Sigmarsdóttir, Ragna Finnsdóttir og Freyja Másdóttir

Markmiðið er að hefja starfsemi undir merki keflavíkur veturinn 2013-2014 með starfi fyrir unglinga og fullorðna og svo smátt og smátt stækka deildina með því að bjóða æfingar fyrir börn þegar reynsla er komin á starfið.