Fréttir

Tveir Keflvíkingar valdir í úrtakshópa yngri landsliða Íslands í blaki.
Blak | 24. september 2019

Tveir Keflvíkingar valdir í úrtakshópa yngri landsliða Íslands í blaki.

 

Martyna Kryszewska hefur verið valin í úrtakshóp U19 kvenna og Bjarni Þór Hólmsteinsson hefur verið valinn í úrtakshóp U17 karla.

 

 

 

 

Hóparnir æfa helgina 27.-29. september þar sem skorið verður niður og landsliðshóparnir endanlega valdir. Bæði eru að koma upp úr barna- og unglingastarfi Keflavíkur í blaki og eiga bæði 15-20 leiki með meistaraflokkum síns félags þrátt fyrir ungan aldur.

 

Blakdeild Keflavíkur er afar stolt af að eiga tvo fulltrúa í þessum úrtakshópum og óskar þeim góðs gengis.