Fréttir

Úrslit blakmót Garði sumar 2014
Blak | 31. ágúst 2014

Úrslit blakmót Garði sumar 2014

Sú venja hefur skapast að halda strandblakmót á Sólseturshátíðinni í Garði. Þetta mót hefur gjarnan verið vel sótt af íbúum og einnig hafa annað slagið nokkur utanbæjarlið skráð sig til leiks. Á þessu móti eru 3 inná í einu en engin takmörk eru fyrir fjölda í liði. Hver leikur er frekar stuttur þar sem lið eru mörg og mikilvægt að mótið taki ekki mikið lengur en 3 tíma. Liðin spila á móti öllum liðum og eru reglur einfaldar og er aðalmálið að hafa gaman að. Misjafnt hefur verið hver hefur haft yfirumsjón með mótinu síðustu ár en þetta árið var haft samband við Blakdeildina um að halda utan um mótið. Okkur leist glimrandi vel á það og skelltum okkur í þetta verkefni. Í ár var mótið á föstudeginum og byrjaði uppúr kl: 20 þó með örlítilli seinkun vegna fótboltaleiks og var öllu lokið fyrir miðnætti. Liðin voru 7 talsins sem voru skráð þetta árið, bæði innanbæjar og utanbæjarlið. Sum liðin voru vel undirbúin með undirbúin pepphróp og í búningum eða með einkennisliti sem setti skemmtilegan svip á keppnina. Liðin stóðu sig frábærlega enda misreyndir blakarar þar á ferð og stuðningsmenn voru duglegir á hliðarlínunni. Tvö efstu liðin voru svo verðlaunuð með veglegum vinning. Blakbolta og ísköldu vatni en það var liðið Heiðargarður (Einar og fjölskylda) sem lenti í fyrsta sæti og Tótalí í því öðru. Styrktaraðili þetta árið var ALTÍS.