Fréttir

Úrslit Fyrirtækjamóts 2014-2015 fara fram á miðvikudaginn
Blak | 7. maí 2015

Úrslit Fyrirtækjamóts 2014-2015 fara fram á miðvikudaginn

Þá er komið að því að efstu lið í Fyrirtækjamóti vetrarins (2014-2015) etji kappi í blakinu.

Liðin sem eiga þátttökurétt í úrslitunum eru:

Lið Jónínu og Skúla, Leikskólarnir; Garðasel og Holt og svo grunnskólarnir; Myllubakkaskóli og Njarðvíkurskóli.

Keppnin fer fram miðvikudagskvöldið 13.maí í íþróttahúsi Heiðarskóla og hefst keppni um kl: 20:15.